Treyja Sævars seld á 270 þúsund

Keppnistreyja Sævars Þórs Gíslasonar seldist á 270 þúsund krónur á herrakvöldi knattspyrnudeildar Ungmennafélags Selfoss fór fram í Hvítahúsinu í kvöld.

Fyrir kvöldið var mikill spenningur fyrir því á hvað tían myndi seljast og var hugur í mörgum áhugasömum kaupendum.

Það var athafnamaðurinn Leó Árnason sem bauð best í treyjuna og féll hamarinn á 270 þúsund krónum.