Traktorstorfærunni bjargað

Traktorstorfæran verður á sínum stað í Litlu-Laxá í Hrunamannahreppi um verslunarmannahelgina. Keppnin var í uppnámi eftir að Björgunarfélagið Eyvindur þurfti að segja sig frá henni.

Torfæruklúbbur Suðurlands mun halda keppnina í samstarfi við Fögrusteina, Landtak og LímtréVírnet laugardaginn 4. ágúst kl. 13:30. Nú þegar eru tíu keppendur skráðir til leiks, þar af nokkrir glænýir.

Björgunarfélagið Eyvindur þurfti að segja sig frá keppninni fyrr í sumar þar sem félagið er ekki innan Landsambands íslenskra akstursíþróttafélaga og verið var að herða reglugerðir í sambandi við keppnir sem þessar.

Því var útlit fyrir að engin keppni væri fram en keppnin hefur verið eitt helsta aðdráttaraflið á Flúðum um verslunarmannahelgina og hafa þúsundir manna mætt á hverja keppni.