Tröllatvenna Tomasetti tryggði sigur Selfoss

Jessica Tomasetti skoraði 40 stig og tók 14 fráköst. Ljósmynd: Selfoss karfa/BRV

Selfoss er með fullt hús stiga í 1. deild kvenna í körfubolta eftir góðan sigur á Snæfelli í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld, 79-67.

Snæfell hafði frumkvæðið framan af 1. leikhluta, þar sem lítið var skorað en Selfoss skoraði síðustu sex stigin í leikhlutanum og staðan var 13-14 eftir tíu mínútna leik. Í 2. leikhluta réðu Snæfellingar lögum og lofum og juku forskotið hratt en staðan var 25-39 í hálfleik.

Það var allt annað að sjá til Selfyssinga í seinni hálfleiknum og undir lok 3. leikhluta voru þær komnar yfir, 52-51. Selfoss bætti í í upphafi 4. leikhluta og leiddu þær allan síðasta leikhlutann og náðu mest tólf stiga forskoti.

Jessica Tomasetti átti algjöran stórleik fyrir Selfoss með 50 í framlagseinkunn en hún skoraði 40 stig og tók 14 fráköst.

Selfoss er í toppsæti deildarinnar með 4 stig en Snæfell er í 3. sætinu, einnig með 4 stig.

Selfoss-Snæfell 79-67 (13-14, 12-25, 32-13, 22-15)
Tölfræði Selfoss: Jessica Tomasetti 40/14 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 9, Valdís Una Guðmannsdóttir 8, Heiður Hallgrímsdóttir 7/7 fráköst, Mathilde Boje Sorensen 6/5 fráköst, Anna Katrín Víðisdóttir 4, Perla María Karlsdóttir 3, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.

Fyrri greinFanga­vörður rekinn fyrir að stela frá fanga
Næsta greinLeikur að lýðræðinu