Tota tekur við Hrunamönnum

Hrunamenn eftir síðasta leik vetrarins þar sem Árni Þór Hilmarsson, fyrrum þjálfari liðsins var kvaddur. Ljósmynd/Hrunamenn

Körfuknattleiksdeild Hrunamanna hefur samið við Konrad Tota um að taka við þjálfun meistaraflokks karla fyrir næsta keppnistímabil.

Konrad er kunnugur staðháttum á Íslandi en hann hefur leikið og þjálfað áður á Íslandi með bæði Þór Akureyri og Skallagrím. Síðan Konrad kvaddi Ísland hefur hann meðal annars þjálfað og spilað í Þýskalandi og á Nýja-Sjálandi.

„Ég er mjög ánægður með þetta frábæra tækifæri. Markmið mitt er að þróa fjölhæfa, varnarsinnaða leikmenn með hugarfar sigurvegara. Ég hlakka til að mæta á Flúðir og hjálpa Hrunamönnum að ná nýjum hæðum,“ segir Konrad Tota aðspurður um þetta nýja verkefni.

Hrunamenn eru spenntir fyrir komu nýja þjálfarans en hann er væntanlegur til landsins um miðjan ágúst.

Fyrri grein„Um einstakt átak að ræða“
Næsta greinÖruggt hjá Ægi – Selfoss fór í vító