Töpuðu stórt gegn Haukum

FSu er úr leik í Powerade-bikar karla í körfubolta eftir 80-105 tap gegn Haukum í 32-liða úrslitunum í Iðu í kvöld.

FSu var skrefinu á undan í 1. leikhluta og komst í 19-11 en Haukar minnkuðu muninn niður í fimm stig og staðan var 24-19 að loknum 1. leikhluta.

Haukar hófu 2. leikhlutann á 2-13 áhlaupi og komust yfir, 26-32. Munurinn hélst svipaður fram að hálfleik en staðan í leikhléi var 41-46.

Leikurinn var í jafnvægi fyrstu fjórar mínútur síðari hálfleiks en þá gerðu Haukamenn 5-19 áhlaup sem breytti stöðunni í 58-76 undir lok 3. leikhluta. Haukar juku forskotið enn frekar í síðasta fjórðungnum og sigruðu að lokum með 25 stiga mun.

Ari Gylfason var stigahæstur í liði FSu með 18 stig, Svavar Ingi Stefánsson skoraði 17, Matthew Brunell 14 auk þess að taka 18 fráköst, Daníel Kolbeinsson skoraði 13 stig, Hallmar Hallsson 7, Hjálmur Hjálmsson 6, Gísli Gautason 3 og Karl Ágúst Hannibalsson 2.

Fyrri greinEkki verkefni Skógræktarinnar að reka hjólhýsasvæði
Næsta greinStórsigur Hamars í Grafarvoginum