Töpuðu fyrir vestan

FSu tapaði stórt þegar liðið heimsótti topplið KFÍ á Ísafirði í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn sigruðu 93-61.

Ísfirðingar leiddu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, skoruðu fimm fyrstu stigin í leiknum og leiddu 23-14 að loknum 1. leikhluta. Staðan var 47-35 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var svipaður þeim síðari en heimamenn gerðu endanlega út um leikinn með 16-2 kafla undir lok leikhlutans þar sem þeir komust í 67-43. Munurinn jókst enn í 4. leikhluta þar sem KFÍ náði mest 32 stiga forskoti, 80-48. Lokatölur voru 93-61.

Steven Crawford skoraði 19 stig fyrir FSu, Orri Jónsson 15 og Svavar Stefánsson 10.

FSu er í 9. sæti deildarinnar með 6 stig að ellefu umferðum loknum.