Töpuðu fyrir Haukum

Selfyssingar töpuðu 0-1 fyrir 1. deildarliði Hauka þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.

Sigurmark leiksins kom strax á 8. mínútu þegar Hilmar Trausti Arnarsson skoraði með góðu skoti í teignum.

Markvörðurinn Ismet Duracak lék sinn fyrsta leik fyrir Selfoss liðið sem teflti fram sterku liði í dag. Robert Sandnes meiddist í leiknum en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru.

Þetta var fyrsti leikur Hauka í mótinu og hafa þeir nú 3 stig, eins og Selfoss en markatala Selfyssinga er betri.