Toppliðið sýndi tilþrif fyrir norðan

Jessica Tomasetti. Ljósmynd: Selfoss karfa/BRV

Selfoss mátti sín lítils í baráttunni gegn toppliði Þórs frá Akureyri þegar liðin mættust fyrir norðan í 1. deild kvenna í körfubolta í dag.

Heimakonur í Þór réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og staðan var 49-18 í hálfleik. Selfoss minnkaði muninn aðeins í 3. leikhluta en í þeim fjórða gáfu Þórsarar aftur allt í botn og sigruðu að lokum 99-51.

Jessica Tomasetti var stigahæst hjá Selfyssingum. með 19 stig og 9 fráköst.

Þór er í toppsæti deildarinnar með 16 stig en Selfoss í 5. sæti með 8 stig.

Þór Ak.-Selfoss 99-51 (25-12, 24-6, 24-25, 26-8)
Tölfræði Selfoss: Jessica Tomasetti 19/9 fráköst/6 stoðsendingar, Mathilde Sorensen 15/7 fráköst, Anna Katrín Víðisdóttir 11, Valdís Una Guðmannsdóttir 6/7 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 4 fráköst.

Fyrri greinKatla jarðvangur hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu
Næsta greinGóður sigur í hörkuleik á Akureyri