Toppliðið stakk af í lokin

Jenna Mastellone (22) var stigahæst hjá Hamri/Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór heimsótti topplið Stjörnunnar í Garðabæinn í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Stjörnukonur reyndust sterkari í leiknum og sigruðu að lokum 83-61.

Stjarnan byrjaði af krafti og staðan var orðin 15-4 eftir þriggja mínútna leik. Munurinn var orðinn fimmtán stig undir lok 1. leikhluta en Hamar-Þór náði að minnka muninn lítillega fyrir leikhléið, en staðan var 43-29 þegar flautað var til hálfleiks.

Munurinn hélst svipaður í 3. leikhluta en í þeim fjórða tóku Stjörnukonur á sprett og gerðu endanlega út um leikinn.

Jenna Mastellone var stigahæst hjá Hamri-Þór með 29 stig, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir skoraði 7, Gígja Rut Gautadóttir 6 og Emma Hrönn Hákonardóttir skoraði 5 stig, tók 10 fráköst og sendi 6 stoðsendingar.

Hamar-Þór er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en Stjarnan er áfram á toppnum, nú með 16 stig.

Tölfræði Hamars-Þórs: Jenna Mastellone 29/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 7, Gígja Rut Gautadóttir 6/4 fráköst, Emma Hrönn Hákonardóttir 5/10 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 4/4 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 4/9 fráköst, Anna Katrín Víðisdóttir 2, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2/7 stolnir, Helga María Janusdóttir 2.

Fyrri grein„Ekki bara söngkeppni heldur líka sýning“
Næsta greinChrissie Telma hlaut Menningarverðlaun Suðurlands