Toppliðið skellti botnliðinu

Björn Ásgeir Ásgeirsson sækir að körfu Vals í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Topplið Vals átti ekki í teljandi vandræðum með botnlið Hamars í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðin mættust í Frystikistunni í Hveragerði.

Eftir jafnan 1. leikhluta náðu Valsmenn undirtökunum og héldu foystunni örugglega allt til leiksloka. Þó að Hamarsmenn hafi aldrei verið mjög langt undan þá stýrðu Valsmenn leiknum og höfðu góð tök á honum. Staðan í hálfleik var 43-54 en að lokum skildu 22 stig liðin að, 89-111.

Franck Kamgain var stigahæstur hjá Hamri með 28 stig, Björn Ásgeir Ásgeirsson skoraði 17, Aurimas Urbonas skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og sendi 8 stoðsendingar, Dragos Diculescu skoraði 13 stig og tók 8 fráköst og Ragnar Nathanaelsson skoraði 10 stig og tók 10 fráköst.

Hamar er áfram á botni deildarinnar án stiga en Valur er í toppsætinu með 20 stig.

Fyrri greinEitt Íslandsmet og fimm héraðsmet á Áramótamóti
Næsta greinÞrír Sunnlendingar á Wodapalooza