Selfoss 2 tók á móti toppliði Víkings í 1. deild karla í handbolta í gær. Víkingur hafði öruggan sigur, 32-39.
Selfyssingarnir ungu áttu fína spretti en staðan í hálfleik var 14-18. Víkingar höfðu góð tök á leiknum í seinni hálfleik og sigruðu að lokum með sjö marka mun.
Bjarni Valur Bjarnason var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Anton Breki Hjaltason og Aron Leo Guðmundsson skoruðu 5, Hákon Garri Gestsson 4, Skarphéðinn Steinn Sveinsson 3, Dagbjartur Máni Björnsson og Jón Valgeir Guðmundsson 2.
Selfoss 2 er í 6. sæti 1. deildarinnar með 8 stig en Víkingur er á toppnum með 17 stig.

