Tomsick negldi niður tveimur þristum fyrir sigrinum

Nikolas Tomsick. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nikolas Tomsick var hetja Þórs í kvöld þegar liðið lagði ÍR 95-96 í háspennuleik á útivelli í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Leikurinn var hnífjafn nánast allan tímann, Þór leiddi 23-25 eftir 1. leikhluta en ÍR í leikhléi, 50-44. ÍR náði 11 stiga forskoti í 3. leikhluta en Þórsarar voru fljótir að svara og staðan var 74-73 þegar síðasti fjórðungurinn hófst.

ÍR náði átta stiga forskoti í 3. leikhluta en Þórsarar voru grimmir í lokin. Tomsick jafnaði úr þriggja stiga skoti, 93-93, þegar rúm mínúta var eftir, ÍR svaraði með tveggja stiga körfu en í síðustu sókn Þórsara fékk Tomsick aftur boltann og náði hann að tryggja Þór sigurinn með annarri þriggja stiga körfu úr erfiðu færi.

Þór hefur nú 18 stig í 6. sæti deildarinnar en ÍR í 8. sæti með 14 stig.

Tomsick skoraði 24 stig fyrir Þór í kvöld, tók 9 fráköst og sendi 7 stoðsendingar. Halldór Garðar Hermannsson skoraði 23 stig, Jaka Brodnik 22, Emil Einarsson 13 og Kinu Rochford skoraði 12 stig og tók 14 fráköst.

Fyrri greinManni bjargað úr fjörunni við Þorlákshöfn
Næsta greinÍbúafundur í Árborg í kvöld