Tomasz Luba tekur við Árborg

Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Árborgar og Tomasz Luba handsala samninginn. Ljósmynd/Eiríkur Sigmarsson

Tomasz Luba hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Knattspyrnufélagi Árborgar.

Þetta er fyrsta starf hans sem meistaraflokksþjálfari en Tomasz hefur þjálfað yngri flokka á Selfossi undanfarin ár, auk þess sem hann hefur verið í þjálfarateyminu hjá Knattspyrnuakademíu Íslands í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Tomasz, sem er 34 ára, lagði skóna á hilluna árið 2019 eftir þrálát meiðsli. Hann á að baki langan feril sem leikmaður, lék lengst af með Víkingi Ólafsvík hér á landi en einnig með Reyni Sandgerði og Selfossi. Hann hóf sinn feril í Póllandi þar sem hann lék með LKS Lomza og Wisla Plock.

Í tilkynningu frá stjórn Knattspyrnufélags Árborgar er hann boðinn velkominn til starfa og tekið fram að stjórnin bindur miklar vonir við ráðningu Tomaszar.

Fyrri greinGóðar viðtökur hvöttu N1 til að flýta framkvæmdum
Næsta grein„Stolt af því að starfa með börnum og ungmennum“