Tomasz framlengir hjá Árborg

Tomasz Luba. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tomasz Luba mun halda áfram sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Knattspyrnufélagi Árborgar en hann hefur framlengt samning sinn við félagið um eitt ár.

Tomasz, sem er 35 ára, tók við þjálfun Árborgar fyrir ári síðan og undir stjórn hans lenti liðið í 2. sæti C-riðils 4. deildar karla í sumar og tryggði sér þar með sæti í nýrri tíu liða 4. deild á næsta keppnistímabili.

„Við erum mjög ánægðir með störf Tomaszar hingað til og eigum ekki von á öðru en að framtíðin verði björt undir hans stjórn. Hann er algjör fagmaður og gerir miklar kröfur til leikmanna en um leið nær hann að fanga þann jákvæða anda sem alltaf hefur einkennt félagið,“ segir Árni Páll Hafþórsson, verðandi forseti félagsins.

Fyrri grein„Getum lofað áhorfendum veislu!“
Næsta greinAð fá fyrir ferðina