Tomasz framlengir hjá Árborg

Tomasz Luba. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tomasz Luba hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnufélag Árborgar og er nú að hefja sitt þriðja keppnistímabil sem þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu.

Nýi samningurinn gildir út árið 2024 en Tomasz tók við liði Árborgar haustið 2021.

„Tomasz hefur unnið gríðarleg gott starf fyrir félagið síðustu tvö ár og byggt upp faglegt starf með sínum gildum og áherslum,“ segir í tilkynningu frá Árborg.

Fyrri greinNenad áfram með Ægi – nýr aðstoðarþjálfari
Næsta greinToppliðið fór létt með botnliðið