Tómas og Guðjón í framboði

Guðjón Bjarni Hálfdánarson, þjálfari Knattspyrnufélags Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kosið verður í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á knattspyrnuþingi sem fram fer í Reykjavík þann 9. febrúar næstkomandi.

Tómas Þóroddsson, sitjandi landshlutafulltrúi Suðurlands, býður sig áfram fram sem aðalfulltrúi í stjórn og verður sjálfkjörinn þar sem ekkert mótframboð hefur borist.

Guðjón Bjarni Hálfdánarson, framkvæmdastjóri og þjálfari Knattspyrnufélags Árborgar, gefur kost á sér sem varamaður í aðalstjórn KSÍ. Þetta er í fyrsta skipti sem fulltrúi Knattspyrnufélags Árborgar gefur kost á sér til stjórnar KSÍ.

Þrír varamenn eru í aðalstjórninni og eru fjórir í framboði; auk Guðjóns þeir Hilmar Þór Norðfjörð, Reykjavík, Jóhann Torfason, Ísafirði og Þóroddur Hjaltalín, Akureyri.

Tveggja ára kjörtímabili Guðna Bergssonar, formanns, lýkur á þinginu og gefur Guðni kost á sér áfram en fær nú mótframboð frá Geir Þorsteinssyni, fyrrverandi formanni.

Tómas Þóroddsson afhendir kvennaliði Selfoss verðlaun sín í 1. deildinni 2017. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinLög­reglumaður ákærður eft­ir bíl­veltu
Næsta greinArnar Logi og Ingvi Rafn semja við Selfoss