Tómas Leifsson í Selfoss

Knattspyrnumaðurinn Tómas Leifsson hefur gert tveggja ára samning við Selfyssinga en hann kemur til félagsins frá Fram.

Tómas er 26 ára gamall og getur leikið á báðum köntunum. Hann er uppalinn hjá FH en hefur leikið tvö síðustu tímabil með Fram. Þar áður var hann í herbúðum Fjölnis.

Hann hefur leikið 66 leiki í efstu deild fyrir Fjölni og Fram og skorað í þeim sjö mörk.

Tómas skrifaði undir samninginn í dag og sem fyrr segir er hann til tveggja ára.