Tómas Hassing aftur heim í Hamar

Karlalið Hamars í knattspyrnu fékk góðan liðsstyrk í dag fyrir átökin í 4. deildinni næsta sumar þegar Tómas Ingvi Hassing sneri aftur í raðir uppeldisfélagsins.

Tómas hefur allann sinn feril spilað fyrir Hamar að undanskildu síðasta tímabili þegar hann lék með Árborg. Tómas er mikill markaskorari en hann skoraði 17 mörk í 15 leikjum fyrir Árborg á síðasta tímabili og var markahæsti leikmaður liðsins.

Tómas gerði tveggja ára samning við Hamar og í tilkynningu frá félaginu segir að þar á bæ séu menn í skýjunum hafa Tómas með í uppbyggingu félagsins.

Tómas spilaði fyrir Hamar upp alla yngri flokkana. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik árið 2012 og hefur spilað 40 leiki fyrir Hamar í Íslands- og bikarkeppni KSÍ. Tómas hefur skorað 11 mörk í þessum leikjum.

Fyrri greinLeitað að vitnum að ákeyrslu
Næsta greinStórstjörnur bókmennta lesa á Selfossi