Tómas bestur hjá Árborg

Tómas Kjartansson var útnefndur leikmaður ársins hjá Knattspyrnufélagi Árborgar en lokahóf félagsins fór fram á Selfossi í kvöld.

Tómas fór mikinn á hægri kantinum hjá Árborg í sumar og lagði meðal annars upp flest mörk allra leikmanna Árborgar í sumar. Hann var að auki valinn sóknarmaður ársins en hann fékk einnig verðlaun fyrir að skora mark ársins.

Trausti Eiríksson var valinn bjartasta vonin, Guðmundur Karl Eiríksson var markakóngur liðsins í sumar og Einar Karl Þórhallsson var valinn félagi ársins.

Steinar Sigurjónsson var valinn varnarmaður ársins og Snorri Sigurðarson miðjumaður ársins.

Fjórir leikmenn fengu viðurkenningu fyrir leikjafjölda en allir hafa þeir leikið fleiri en fimmtíu leiki fyrir félagið. Þetta eru þeir Helgi Bárðarson, Guðmundur Sigurðsson, Eiríkur Raphael Elvy og Ólafur Tryggvi Pálsson.

Fyrri greinSelfoss spilar um 5. sætið
Næsta greinLögreglan fann tvo hunda í Þórsmörk