Töltfræðsla á Flúðum í kvöld

Í kvöld kl. 20 ætlar hinn landsþekkti knapi Jakob Svavar Sigurðsson að fræða fólk um uppbyggingu keppnis- og reiðhesta í reiðhöllinni á Flúðum.

Jakob mun leggja sérstaka áherslu á tölt í kvöld.

Jakob þarf vart að kynna en hann hefur náð frábærum árangri í þjálfun og sýningu kynbótahrossa og verið áberandi á keppnisvellinum undanfarin ár.

Fólk er eindregið hvatt til að missa ekki af fræðandi og skemmtilegri kvöldstund. Allir eru velkomnir, aðgangseyrir 1.000 krónur og enginn posi á staðnum.

Fyrri greinMögnuð dagskrá í Bókakaffinu
Næsta greinJólasýning undir stiganum