Tólfti sigur Selfoss í röð

Guðmunda Brynja Óladóttir skorar sjötta mark Selfoss í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan 6-1 sigur á Fjölni í fyrsta leik A-úrslita 2. deildar kvenna í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld.

Selfoss fór langleiðina með að gera út um leikinn á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Björgey Andreudóttur kom þeim yfir á 16. mínútu og á eftir fylgdu mörk frá Juliana Paoletti og Védísi Einarsdóttur.

Staðan var 3-0 í hálfleik en á upphafsmínútum síðari hálfleiks fengu Fjölniskonur vítaspyrnu og úr henni skoraði Hrafnhildur Árnadóttir.

Yfirburðir Selfyssinga héldu áfram eftir þetta. Sara Rún Auðunsdóttir kom heimakonum í 4-1 á 61. mínútu og á lokakaflanum skoruðu Paoletti og Guðmunda Óladóttir sitthvort markið.

Þetta var tólfti sigurleikur Selfyssinga í röð í deildinni en liðið er í efsta sæti deildarinnar með 36 stig og öruggt forskot á næstu lið fyrir neðan.

Fyrri greinBirkigrund fallegasta gatan í Árborg
Næsta greinTap gegn toppliðinu