Tólf pör tóku þátt í skemmtilegri keppni

Tólf pör mættu á HSK tvímenning fyrir eldri borgara sem haldinn var í Selinu á Selfossi þann 15. mars síðastliðinn, en mótið var nú haldið í annað sinn.

Keppendur verða að hafa náð 67 ára aldri til að geta tekið þátt.

Leikgleðin var í fyrirrúmi, þó keppnisskapið sé oft til staðar, þó aldurinn færist yfir. Svavar Hauksson og Leif Österby frá Selfossi urðu HSK meistarar með 134 stig.

Hér að neðan má sjá pörin í efstu sætum, en heildarúrslit eru á www.hsk.is.

Úrslit:
1. Svavar Hauksson og Leif Österby Selfoss 134 stig
2. Karl Gunnlaugsson og Vilhjálmur Pálsson GF/GOS 129 stig
3. Magnús Bjarnason og Örn Svavarsson Dímon 125 stig
4. Kjartan Kjartansson og Skafti Ottesen Hamar 125 stig
5. Sigurjón Guðbjörnsson og Guðlaug Birgisdóttir Hamar 114 stig
6. Gunnar Gränz og Halldór Magnússon Selfoss 110 stig

Fyrri greinFramboðslisti T-listans samþykktur
Næsta grein„Nýfrjálsar þjóðir gangast ekki ESB á hönd“