Tokic skaut Selfyssingum í úrslitaleikinn

Hrvoje Tokic og Þór Llorens skoruðu báðir fyrir Selfoss í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Karlalið Selfoss vann góðan sigur á KFG í undanúrslitum B-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld.

Ekki voru liðnar margar sekúndur af leiknum þegar Ingi Rafn Ingibergsson var búinn að koma Selfyssingum yfir, strax á 1. mínútu leiksins. Garðbæingar jöfnuðu metin á 8. mínútu en sex mínútum síðar skoraði Hrvoje Tokic annað mark Selfoss.

Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn aðeins en Tokic bætti við þriðja marki Selfoss á 34. mínútu. KFG minnkaði muninn í 2-3 á lokamínútu fyrri hálfleiks og reyndist það síðasta mark leiksins. 

Seinni hálfleikur var markalaus en bæði lið hefðu hæglega getað skorað. Svo fór ekki og Selfoss mætir annað hvort Víði eða Dalvík/Reyni í úrslitaleik B-deildarinnar á sumardaginn fyrsta.

Fyrri greinSelfoss mætir nígeríska landsliðinu í æfingaleik
Næsta greinSnæfríður Sól og Sara Ægis á ÍM-50 um helgina