Tokic semur við Ægi

Guðbjartur Einarsson formaður og Hrvoje Tokic handsala samninginn. Ljósmynd/Ægir

Framherjinn Hrvoje Tokic skrifaði í dag undir eins árs samning við Knattspyrnufélagið Ægi í Þorlákshöfn og mun hann leika með liði félagsins í 2. deildinni á næstu leiktíð.

„Flestir sem þekkja eitthvað til íslensks fótbolta vita hver króatíski markahrókurinn Hrvoje Tokic er, en hann hefur leikið á Íslandi frá árinu 2015. Hann spilaði fyrir Víking Ólafsvík, Breiðablik og nú síðast með Selfossi. Hann hef­ur spilað 119 deild­ar­leiki hér á landi og skorað í þeim 84 mörk. Af leikj­un­um 119 eru 42 í efstu deild, þar sem hann hef­ur gert 14 mörk,“ segir í tilkynningu frá Ægismönnum.

Í tilkynningunni er Tokic boðinn hjartanlega velkominn í Ægi en þar á bæ er tilhlökkun fyrir því að byggja upp sterkt lið fyrir næsta keppnistímabil.

Fyrri greinHamar-Þór elti allan tímann
Næsta greinJón Ingi og María sýndu frábæra frammistöðu í Danmörku