Tokic kom Selfyssingum aftur í bílstjórasætið

Selfyssingar fagna marki í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það var dramatík í 2. deild karla í knattspyrnu í dag þegar Selfyssingum tókst að endurheimta 2. sætið í deildinni með sigri á ÍR.

Liðin mættust í Breiðholtinu og fyrri hálfleikur var markalaus. ÍR komst yfir þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og staðan ekki góð fyrir Selfoss.

Hrvoje Tokic kom Selfyssingum hins vegar til bjargar því hann jafnaði metin á 66. mínútu og skoraði síðan sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok.

Lokatölur urðu því 2-1 og á sama tíma gerði Þróttur Vogum 1-1 jafntefli við KF á útivelli. Selfyssingar endurheimta því 2. sætið, hafa 43 stig þegar tvær umferðir eru eftir, en Þróttur er í 3. sæti með 41 stig.

Fyrri greinHamar tók 3. sætið
Næsta greinStærstur hluti Sunnulækjarskóla í sóttkví