Tokic í Selfoss

Sóknarmaðurinn Hrvoje Tokic hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss og verður löglegur með liðinu þegar félagskiptaglugginn opnar þann 15. júlí næstkomandi.

Tokic, sem er 27 ára að aldri, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2015. Hann lék fyrst með Víkingi Ólafsvík og sló þar í gegn. Eftir það fór hann í Kópavog og spilaði með Breiðablik.

Tokic á að baki 29 leiki í deild og bikar með Ólsurum þar sem hann skoraði 21 mark. Tokic lék þá 33 mótsleiki með Breiðablik og skoraði í þeim 11 mörk.

Nú er hann kominn í Inkasso-deildina en síðast þegar hann lék í henni, árið 2015, skoraði hann 12 mörk í átta leikjum.

Fyrri greinKátt á hjalla á opnu húsi við Búrfell
Næsta greinKrummi og hinir Alpafuglarnir í listasafninu