Tokic farinn frá Ægi

Hrvoje Tokic í leik með Ægi í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Framherjinn Hrvoje Tokic hefur yfirgefið herbúðir Knattspyrnufélags Ægis en fotbolti.net greinir frá því að samningi hans hafi verið rift í dag.

Tokic hefur komið við sögu í átta af tólf leikjum Ægismanna í sumar og skorað í þeim tvö mörk. Hann var í byrjunarliðinu og skoraði sigurmark Ægis í fyrsta heimasigri liðsins í sumar, gegn Njarðvík um síðustu helgi.

Félagaskiptaglugginn opnaði í dag og hafa Ægismenn fengið til liðs við sig serbneska framherjann David Bjelobrk og varnarsinnaða miðjumanninn Braima Candé sem er frá Gíneu-Bissá og hefur leikið fyrir yngri landslið Portúgals. Þá hefur Djordje Panic aftur fengið leikheimild með Ægi. Hann lék með Ægi í fyrra en stundar nám í Bandaríkjunum og fer aftur þangað síðsumars.

Fyrri greinAðalleið með lægra tilboðið í bílastæði
Næsta greinGulla djazzar í Tryggvaskála