TM Selfossi vann HSK mótið í sveitakeppni

HSK-mótið í sveitakepni í bridge 2016 fór fram í Félagsheimilinu á Flúðum sl. laugardag með þátttöku 10 sveita. HSK meistarar urðu sveit Tryggingamiðstöðvarinnar á Selfossi með aðeins þremur stigum meira en næsta sveit.

Í sveit TM voru Kristján Már Gunnarsson, Gunnlaugur Sævarsson, Helgi Grétar Helgason og Björn Snorrason.

Í öðru sæti urðu Fræknir veiðimenn, en sveitina skipuðu þeir Guðlaugur Bessason, Stefán Garðarsson, Þórður Sigurðsson og Gísli Þórarinsson.

Séra Garðar með þá Garðar Garðarsson, Pétur Hartmannsson, Eðvarð Hallgrímsson og Sigurð Sigurjónsson innanborð tók svo bronsið.

Fyrri greinBoðið út í næsta mánuði
Næsta greinSASS rekið með tugmilljóna tapi