Tíunda tap Hamars/Þórs í deildinni

Mariana Duran var stigahæst hjá Hamri /Þór með 22 stig og 8 fráköst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór heimsótti Grindavík í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir hörkuleik hafði Grindavík betur, 79-72.

Grindavík byrjaði betur í leiknum og leifi eftir 1. leikhluta en Hamar/Þór svaraði fyrir sig í 2. leikhluta og staðan var 42-39 í hálfleik.

Í 3. leikhluta náði Hamar/Þór fimm stiga forystu, 52-57. Hamar/Þór jók forskot sitt í upphafi 4. leikhluta en þá skoraði Grindavík þrettán stig í röð og breytti stöðunni í 70-64. Þær sunnlensku náðu að minnka muninn í tvö stig á lokamínútunni en Grindavíkurliðið var sterkara þegar á reyndi og sigraði að lokum með sjö stiga mun.

Mariana Duran var öflugustu hjá Hamar/Þór með 21 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar/ og 6 stolna bolta.

Hamar/Þór er enn á botni deildarinnar án stiga.

Grindavík-Hamar/Þór 79-72 (25-17, 17-22, 12-18, 25-15)
Tölfræði Hamars/Þórs: Mariana Duran 21/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Jada Guinn 18, Jovana Markovic 17/12 fráköst, Ellen Iversen 9/11 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2.

Fyrri greinJákvæður rekstur hjá Rangárþingi ytra
Næsta greinGuðrún Jóna aðstoðar Glenn