Tíunda metið á árinu hjá Styrmi Dan

Styrmir Dan Steinunnarson, frjálsíþróttamaður úr Umf. Þór í Þorlákshöfn, gerði sér lítið fyrir og setti glæsilegt Íslandsmet innanhúss í hástökki á Áramóti Fjölnis sem fram fór í lok desember.

Styrmir Dan keppti aðeins í hástökki á mótinu, sem fram fór í Laugardalshöllinni, þar sem stefnan var sett á að bæta Íslandsmetið. Að sjálfsögðu tókst honum það, hann stökk 1,75 m og átti tvær mjög góðar tilraunir við 1,80. Gamla metið var 1,72 m.

Hann á því bæði Íslandsmetið innan- og utanhúss í hástökki 13 ára pilta.‎ Þetta var tíunda Íslandsmetið sem Styrmir Dan setti á árinu 2012 í sínum flokki. Hann var eini fulltrúi HSK á Áramótinu.

Fyrri greinFjóla Signý og Jón Daði íþróttafólk Árborgar
Næsta greinGert við rafmagnslínuna í nótt