Tíu titlar á Selfoss

Íslandsmótið í bardaga í taekwondo fram í gær í Ármannsheimilinu í Laugardal. Selfyssingar sendu 27 keppendur á mótið og komu heim með tíu Íslandsmeistaratitla, ellefu silfur og fjögur brons.

Margir keppenda gengu óvenju hart fram í bardögum sínum án þess að dómarar gripu inní og til marks um það þurfti að flytja tvo af keppendum Selfoss á sjúkrahús með sjúkrabíl eftir meiðsli er þeir hlutu af bardögum sínum.

Úrslit mótsins eru sem hér segir.

Cadet flokkur stúlkur:

-44 kg. Gillý Ósk Gunnarsdóttir Gull. Íslandsmeistaratitill.

-59 kg. Dagný María Pétursdóttir Brons.

Cadet flokkur drengir:

-33 kg. Davíð Arnar Pétursson Brons.

-37 kg. Bjarni Gunnarsson Gull. Íslandsmeistaratitill.

-41 kg. Gunnar Snorri Svanþórsson Gull Íslandsmeistaratitill

-44 kg. Halldór Gunnar Þorsteinsson Silfur.

-59 kg. Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson Silfur.

+64 kg. Guðni Elvar Björnsson Silfur.

Freyr Hreinsson Brons.

Junior flokkur drengir:

-63 kg. Ísak Máni Stefánsson Silfur.

-68 kg. Sigurjón Bergur Eiríksson Silfur.

+78 kg. Símon Bau Ellertsson Gull. Íslandsmeistaratitill.

Daníel Bergur Ragnarsson Silfur.

Senior flokkur konur:

-53 kg. Hekla Þöll Stefánsdóttir Gull. Íslandsmeistaratitill.

Elva Björk Haraldsdóttir Silfur.

-62 kg. Margrét Edda Gnarr Gull. Íslandsmeistaratitill.

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir Silfur.

-67 kg. Kristín Sesselja Róbertsdóttir Gull.Íslandsmeistaratitill.

Lillý Ösp Sigurjónsd Silfur.

Senior karlar

-74 kg. Adrian Freyr Rodriguez Gull. Íslandsmeistaratitill.

-80 kg. Daníel Jens Pétursson Silfur.

+87 Kg.Þorvaldur Óskar Gunnarsson Gull. Íslandsmeistaratitill.

Superior konur.

-68 kg. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Silfur.

+68 kg. Sigríður Eva Guðmundsdóttir Gull. Íslandsmeistaratitill.

Fyrri greinVortónleikar í dag
Næsta greinÞór fær KR í úrslitakeppninni