Tíu Stokkseyringar lutu í gras

Stokkseyri fékk Létti í heimsókn í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld þar sem gestirnir unnu 0-3 sigur.

Léttir komst yfir á 37. mínútu og fimm mínútum síðar harðnaði enn á dalnum hjá Stokkseyringum því Alexander Kristmannsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot.

Staðan var 0-1 í hálfleik en gestirnir bættu við tveimur mörkum á fimm mínútna kafla þegar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Stokkseyri er áfram í 5. sæti A-riðils með 6 stig.

Fyrri greinBragðlaust jafntefli á Nesinu
Næsta greinMisskilningurinn með pissið