Tíu Selfyssingar unnu öruggan sigur

Hrvoje Tokic skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan sigur á Sindra í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í dag, þrátt fyrir að vera manni færri hálfan leikinn.

Ingi Rafn Ingibergsson kom Selfyssingum yfir á 16. mínútu og Reda Maamar bætti við öðru marki fimm mínútum síðar.

Staðan var 2-0 í hálfleik en Sindramenn minnkuðu muninn úr vítaspyrnu á 50. mínútu en mínútu síðar kom Hrvoje Tokic Selfoss í 3-1.

Tveimur mínútum síðar fékk Arilíus Óskarsson beint rautt spjald fyrir ljótan munnsöfnuð þannig að Selfyssingar spiluðu nánast allan seinni hálfleikinn manni færri.

Þrátt fyrir það gáfu heimamenn ekkert eftir og Tokic bætti við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum og tryggði sér þrennuna. Lokatölur 5-1.

Selfoss er í efsta sæti riðilsins með 12 stig en Sindri hefur 3 stig í 5. sæti.

Fyrri greinHellisheiði lokað eftir að olíuflutningabíll fór útaf
Næsta greinEinvígið í járnum