Tíu Selfyssingar í landsliðshópum

Um næstu helgi er æfingahelgi hjá unglingalandsliðum Íslands í handknattleik. Umf. Selfoss á tíu drengi í fjórum unglingalandsliðum.

Þeir Ragnar Jóhannson, Árni Steinn Steinþórsson, Einar Héðinsson og Helgi Hlynsson eru í U20 hópnum, en hann fer til Makedóníu í byrjun janúar 2011.

Einar Sverrisson er í U18 hópnum og Janus Daði Smárason í U16 hópnum. Þeir Ómar Ingi Magnússon, Hergeir Grímsson, Sævar Ingi Eiðsson og Árni Guðmundsson eru í U14 hópnum. Janus Daði er á leið til Noregs með sínu landsliði í lok mánaðarins.