Tíu marka tap ungmennaliðsins

Hans Jörgen Ólafsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss tapaði stórt gegn ungmennaliði Fram í Grill-66 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðin mættust í Úlfarsárdalnum.

Leikurinn var jafn fyrsta korterið en í stöðunni 8-8 tóku Framarar mikinn sprett og náðu sjö marka forskoti. Staðan var 19-13.

Munurinn hélst svipaður allan seinni hálfleikinn en á lokakaflanum juku Framarar forskotið og sigruðu að lokum með tíu mörkum, 36-26.

Hans Jörgen Ólafsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Sæþór Atlason skoraði 6, Hannes Höskuldsson 4, Gunnar Kári Bragason 3, Vilhelm Freyr Steindórsson 2 og þeir Reynir Freyr Sveinsson, Valdimar Örn Ingvarsson, Jónas Karl Gunnlaugsson og Árni Ísleifsson skoruðu allir 1 mark.

Karl Jóhann Einarsson varði 14 skot í marki Selfoss og Einar Gunnar Gunnlaugsson 2.

Fyrri greinGagnrýnir harðlega hugmyndir um orkunýtingu í Reykjadal
Næsta greinEldur í skíðaskálanum í Hveradölum