Tíu marka sigur Selfoss í fyrsta leik

Tinna Traustadóttir skoraði níu mörk í leiknum. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Ragnarsmótið í handbolta hófst í dag í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi með leik Selfoss gegn Fjölni/Fylki í kvennaflokki.

Selfoss vann öruggan sigur, 37-27 en staðan í leikhléi var 20-19.

Tinna Sigurrós Traustadóttir og Lara Zidek fóru á kostum í sókn Selfyssinga og skoruðu samtals 21 mark og áttu 16 stoðsendingar.

COVID-19 setur svip sinn á mótið og mega sem dæmi engir áhorfendur vera á mótinu. Allir leikir mótsins eru hins vegar í beinni útsendingu á Selfoss TV.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 13, Lara Zidek 8, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5, Ivana Raickovic 5, Emílía Ýr Kjartansdóttir 2, Thelma Linda Sigurðardóttir 2, Ragnheiður Grímsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1. Varin skot: Henriette Östergard 7 (21%).

Mörk Fjölnir/Fylkir: Kolbrún Arna Garðarsdóttir 11, Eyrún Ósk Hjartardóttir 7, Anna Karen Jónsdóttir 5, Ada Kozicka 2, Elsa Karen Þorvaldsdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1. Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 6 (14%).

Ragnarsmótið heldur áfram á morgun, mánudag, en þá mætast Haukar og Fjölnir/Fylkir í Hleðsluhöllinni kl 20:15. 

Fyrri greinBláberjamuffins (hnetulausar)
Næsta greinStakk lögregluna af og endaði á víravegriði í Kömbunum