Tíu heimsmeistarar keppa í skák á Selfossi

Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alþjóðlegt skákmót með þátttöku tíu fyrrverandi heimsmeistara hefst á Hótel Selfossi í kvöld. Mótið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis.

Opnunarhátíð mótsins er í kvöld en þar verður dregið í töfluröð á mótinu, þar sem allir munu keppa við alla. Mótið stendur til 29. nóvember.

Keppendur á mótinu eru stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, Mikhail Antipov frá Rússlandi, Sergei Zhigalko frá Hvíta-Rússlandi, Ahmed Adly frá Egyptalandi, Rafael Leitão frá Brasilíu og alþjóðlegu meistararnir Sarasadat Khademalsharieh frá Íran, Semyon Lomasov frá Rússlandi og Dinara Saduakassova frá Kasakstan.

Málþing um stöðu skákíþróttarinnar
Fyrsti liður þessarar skákhátíðar er málþing um stöðu skákíþróttarinnar á Íslandi og hefst það kl. 17:30 á Hótel Selfossi. Guðmundur G. Þórarinsson, Gunnar Björnsson, Jóhann Hjartarsson, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Björnsson og Tinna Kristín Finnbogadóttir flytja erindi og taka þátt í pallborðsumræðum. Eftir málþingið verður boðið upp á súpu.

Fyrri greinNýtt hættumat heimili lokun í Reynisfjöru
Næsta greinBrunaði framhjá löggunni en komst ekki langt