Tinna Soffía tekur skóna af hillunni

Tinna Soffía Traustadóttir. Mynd: Umf. Selfoss/ÁÞG.

Tinna Soffía Traustadóttir hefur tekið fram handboltaskóna á nýjan leik eftir sex ára pásu og mun leika með liði Selfoss í Grill66 deildinni í vetur.

Tinna var einn af þeim leikmönnum sem endurvöktu meistaraflokk kvenna á sínum tíma og spilaði með Selfoss allt til ársins 2015, þegar hún þurfti að leggja skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Hún á að baki 54 leiki með Selfoss og hefur skorað í þeim 117 mörk ásamt því að hafa verið atkvæðamikil í vörninni.

Tinna Soffía hefur farið vel af stað með liðinu í vetur og verið drjúg bæði sóknar- og varnarlega, hún hefur leikið alla sex leiki liðsins í vetur og skorað í þeim 15 mörk.

Fyrri greinJól í Húsinu á Eyrarbakka
Næsta grein98 í einangrun á Suðurlandi