Tinna Sigurrós hlaðin verðlaunum

Tinna Sigurrós Traustadóttir. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Selfyssingar fóru með fangið fullt af verðlaunum heim af lokahófi HSÍ sem haldið var í hádeginu í dag. Tinna Sigurrós Traustadóttir skaraði svo sannarlega framúr í Grill-66 deild kvenna í vetur.

Tinna Sigurrós var valin bæði besti og efnilegasti leikmaður ársins auk þess sem hún var valin besti sóknarmaður deildarinnar. Það þurfti heldur ekki að leita langt til þess að finna besta varnarmanninn en það var nafna hennar og liðsfélagi, Tinna Soffía Traustadóttir. Þá var Svavar Vignisson, þjálfari Selfoss, valinn besti þjálfarinn í Grill66-deild kvenna.

Valið fór þannig fram að það voru þjálfarar og leikmenn liðanna í deildinni sem kusu að lokinni deildarkeppninni.

Verðlaunahafar í Grill-66 deild kvenna 2021-2022. Ljósmynd/HSÍ
Fyrri greinGaltalækjarskógur í höndum nýrra eigenda
Næsta greinEr örvhentur en nota hægri þegar ég tefli