Tinna Sigurrós framlengir

Tinna Sigurrós Traustadóttir. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Tinna Sigurrós Traustadóttir hefur framlengt samning sínum við handknattleiksdeild Selfoss.

Tinna, sem er aðeins 17 ára, var máttarstólpi í ungu Selfossliði í Grill66-deildinni í fyrra. Hún var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna á síðasta tímabili, auk þess að vera markadrotting liðsins og sóknarmaður ársins.

Í herbúðum handknattleiksdeildarinnar er gríðarleg ánægja með að Tinna skuli framlengja við liðið og verður spennandi að fylgjast með Selfossliðinu í vetur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni.

Fyrri greinHvað á ég að gera við barnið mitt?
Næsta greinSkólakrakkar á Ólympíuspretti