Tinna nýr formaður KFR

Stjórn og varastjórn KFR. Fremri röð (f.v.) Sigríður Viðarsdóttir, Tinna Erlingsdóttir og Hulda Dóra Eysteinsdóttir. Aftari röð (f.v.) Tómas Birgir Magnússon, Klara Viðarsdóttir og Guðmundur Úlfar Gíslason. Á myndina vantar Guðrúnu Láru Sveinsdóttur. sunnlenska.is/Engilbert Olgeirsson

Tinna Erlingsdóttir var kosin formaður Knattspyrnufélags Rangæinga á aðalfundi félagsins í Hvolnum á Hvolsvelli í gærkvöldi.

Jón Þorberg Steindórsson, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Fjölmörg mál voru rædd á fundinum, m.a. aðstöðumál og þá var greint frá starfi meistaraflokks kvenna sem var stofnaður í fyrrasumar, en góð mæting er á kvennaæfingarnar um þessar mundir.

Fram kom að iðkendur félagsins í dag eru um 220 og hafa aldrei verið fleiri.

Fyrri greinJónas með fimm tilnefningar – kjóstu besta myndbandið
Næsta greinÁlagning á fasteignir lækkar í Rangárþingi eystra