Tinna með tíu gegn Fram-U

Tinna Sigurrós Traustadóttir. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Kvennalið Selfoss vann öruggan sigur á ungmennaliði Fram í Grill66 deildinni í handbolta í dag. Lokatölur í Safamýrinni urðu 18-26.

Selfoss hafði frumkvæðið stærstan hluta leiksins og var með gott forskot í hálfleik, 8-14. Þær héldu sínu striki í seinni hálfleik og unnu sanngjarnan sigur.

Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst Selfyssinga með 10 mörk, Tinna Soffía Traustadóttir og Elín Krista Sigurðardóttir skoruðu 4, Roberta Stropé 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Kristín Una Hólmarsdóttir 2 og Katla Björg Ómarsdóttir 1.

Selfoss er nú í 2. sæti deildarinnar með 13 stig, eins og ÍR sem er í toppsætinu, en ÍR á leik til góða. Fram-U er hins vegar í 4. sæti með 10 stig.

Fyrri greinBergheimum lokað vegna kórónuveirusmita
Næsta greinUngu mennirnir þögguðu niður í Kórdrengjunum