Tinna best og markahæst

Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði fjögur mörk í leiknum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss, var valin besti leikmaður Ragnarsmóts kvenna í handbolta sem lauk í gærkvöldi.

Tinna var sömuleiðis markahæsti leikmaður mótsins með 35 mörk. Liðsfélagi hennar, Lara Zidek, var valin besti sóknarmaður mótsins og Sara Odden, Haukum, besti varnarmaðurinn. Þá var Ísabella Schöbel, ÍR, valin besti markmaður mótsins.

Haukar sigruðu á Ragnarsmóti kvenna með fullt hús stiga, Selfoss varð í 2. sæti, Fjölnir/Fylkir í 3. sæti og ÍR í 4. sæti.

Fyrri greinHluti Biskupstungnabrautar lokaður í tæpan sólarhring
Næsta greinEkið á hund og kött í síðustu viku