Tímabilið líklega búið hjá Einari

Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga í kvöld. Ljósmynd/Jóhannes Eiríksson

Selfyssingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku í úrvalsdeild karla í handbolta en nú er útlit fyrir að stórskyttan Einar Sverrisson leiki ekki meira með liðinu í vetur.

Einar meiddist illa á hné á æfingu í síðustu viku og hann var ekki í leikmannahópi Selfoss þegar liðið tók á móti Haukum í toppslagnum síðastliðið sunnudagskvöld.

„Mér skilst á lækninum að krossbandið sé rifið en ekki alveg slitið. Það eru að minnsta kosti allar líkur á því að ég sé að fara í krossbandsaðgerð og þá kemur í ljós í hversu slæmu standi krossbandið er,“ sagði Einar í samtali við sunnlenska.is í dag.

Einar hafði leikið alla átján leiki Selfoss í vetur fram að leiknum gegn Haukum og skorað í þeim 53 mörk.

Fyrri grein„Þvílík upplifun að vera þarna“
Næsta greinSveitarstjórn leggst alfarið gegn áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs