Tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi í heiminum

Haukur Þrastarson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi í heimi á árinu á handboltavefnum handball-planet.com.

Haukur, sem er 18 ára gamall, fór mikinn í vetur með Íslandsmeistaraliði Selfoss en hann er tilnefndur ásamt Frakk­an­um Kyli­an Vil­lem­inot leikmanni Mont­p­ellier, Slóven­an­um Fomen Makuc sem leikur hjá Celje Laso og Ung­verj­an­um Matyas Gyori hjá Tata­banya.

Evrópskir blaðamenn tilnefndu fjóra leikmenn í hverja stöðu og geta lesendur hand­ball-pla­net.com kosið á milli þeirra.

Hægt er að taka þátt í kosningunni með því að smella HÉR

Fyrri grein„Annar hver maður með fullt af bitum“
Næsta greinByrjað að selja veiðileyfi í Sauðafellsvatn