Tiffany Sornpao í Selfoss

Tiffany Sornpao í leik Selfoss og Keflavíkur í Pepsi Max deildinni í fyrra. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við markvörðinn Tiffany Sornpao um að leika með liði félagsins í sumar.

Sornpao, sem verður 24 ára í vor, lék með Keflvíkingum á síðasta keppnistímabili og var valin í úrvalslið Pepsi Max deildarinnar. Sornpao er fædd í Bandaríkjunum en ættuð frá Tælandi. Hún lék í bandaríska háskólaboltanum áður en hún kom til Íslands og hefur leikið sex A-landsleiki fyrir Tæland.

„Ég er rosalega ánægður með að fá Tiffany til liðs við okkur. Hún sýndi það í deildinni í fyrra að hún er góður markmaður og miðað við allt sem ég hef skoðað og eftir að hafa fylgst með henni spila á Asíuleikunum í síðasta mánuði þá er hún líka býsna örugg í fótunum. Það mun henta okkur vel ef við ætlum að halda áfram að reyna að spila þann fótbolta sem við viljum spila. Hún er líka flottur karakter með leiðtogahæfileika, þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Björn Sigurbjörnsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss.

Tiffany Sornpao skrifar undir hjá Selfyssingum. Ljósmynd/Alberto Larrea
Fyrri greinGóð mörk og hreint lak hjá Ægi og Hamri
Næsta greinLítið mark tekið á börnum og ungmennum