Tíðindalítið tap gegn Djúpmönnum

Selfoss tapaði 0-2 þegar liðið fékk BÍ/Bolungarvík í heimsókn á Selfossvöll í 1. deild karla í knattspyrnu í dag.

Leikurinn var ákaflega tíðindalítill og gestirnir kláruðu hann með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Selfyssingar áttu reyndar fyrsta færið strax á 3. mínútu þegar Sindri Snær Magnússon skallaði rétt framhjá. Á 7. mínútu komust gestirnir síðan yfir þegar Ben Everson slapp einn í gegn og skoraði. Mínútu síðar átti Ingi Rafn Ingibergsson fast skot framhjá marki BÍ/Bolungarvíkur úr ágætu færi.

Á 19. mínútu skoruðu gestirnir sitt annað mark beint úr aukaspyrnu og eftir markið var lítið að frétta og fátt um færi á báða bóga.

Selfoss er í 9. sæti 1. deildarinnar með 17 stig þegar 15 umferðum af 22 er lokið.

Fyrri greinHeldur minni veiði en undanfarin ár
Næsta greinSlasaðist á sleða