Tíðindalítill leikur

HK og Hamar gerðu í kvöld markalaust jafntefli í 2. deild karla á Kópavogsvelli.

Leikurinn var kaflaskiptur og fátt um færi. HK sótti fast að marki Hamars um miðjan fyrri hálfleik en vörn Hvergerðinga hélt vel.

Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik og lítið að gerast upp við mörkin. Björn Aðalsteinsson gerði þó vel í að verja gott færi HK-inga þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en niðurstaðan á endanum varð markalaust jafntefli.