Þúsund gestir á jólasýningu fimleikadeildarinnar

Ljósmynd/Inga Heiða Heimisdóttir

Jólasýning fimleikadeildar Umf. Selfoss fór fram laugardaginn 9. desember síðastliðinn. Þar sýndu iðkendur deilarinnar afrakstur mikilla æfinga síðastliðinna vikna og mátti sjá mikla gleði í andlitum barnanna þegar þau sýndu atriðin sín.

Þemað í ár var ævintýrið um týndu prinsessuna Garðabrúðu. Í sögunni eru margar stórskemmtilegar persónur sem hóparnir túlkuðu á sinn einstaka hátt. Sýningin var vel sótt, en tæplega þúsund manns lögðu leið sína á sýninguna, sem sýnd var þrisvar sinnum yfir daginn.

Helga Margrét Höskuldsdóttir var sögumaður eins og síðastliðin ár og las hún söguna frábærlega og hreif áhorfendur með sér inn í ævintýraheiminn.

Jólasýninganefndina í ár skipa þær Unnur Þórisdóttir, Margrét Lúðvígsdóttir, Ása Kristín Jónsdóttir, Berglind Elíasdóttir, Sesselja Sólveg og Kristín Hanna Jóhannesdætur. Afrakstur þeirra mátti sjá í búningasaum og leikmyndagerð ásamt því að skrifa söguna og sjá um allt sem við kom sýningunni.

Inga Heiða Heimisdóttir var á staðnum og tók myndir af krökkunum á öllum þremur sýningunum og má nálgast myndirnar á Facebook síðunni Selfoss fimleikamyndir. Hér fyrir neðan eru nokkrar vel valdar myndir.

Ljósmynd/Inga Heiða Heimisdóttir
Ljósmynd/Inga Heiða Heimisdóttir
Ljósmynd/Inga Heiða Heimisdóttir
Ljósmynd/Inga Heiða Heimisdóttir
Ljósmynd/Inga Heiða Heimisdóttir
Ljósmynd/Inga Heiða Heimisdóttir
Ljósmynd/Inga Heiða Heimisdóttir
Fyrri greinGleði og friðarjól hjá Þórsurum
Næsta greinHelga Fjóla bætti 39 ára gömul HSK met