Þungur róður gegn Létti

Reynir Ingi Helgason skallar boltann frá marki Uppsveita í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Uppsveitir tóku á móti Létti í 5. deild karla í knattspyrnu í dag. Róðurinn var þungur hjá heimamönnum, sem tókst ekki að nýta sín færi og gestirnir sigruðu 0-3.

Leikið var við prýðilegar aðstæður á Laugarvatni, leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en liðunum gekk illa að nýta sín færi. Á 42. mínútu brutu gestirnir loks ísinn og staðan var 0-1 í hálfleik.

Það syrti enn frekar í álinn hjá Uppsveitum strax á 2. mínútu seinni hálfleiks þegar gestirnir tvöfölduðu forystu sína. Heimamenn héldu sínu striki þrátt fyrir þetta en tókst ekki að nýta prýðileg færi. Léttismenn skoruðu svo þriðja markið úr skyndisókn á 90. mínútu og tryggðu 0-3 sigur.

Uppsveitir eru í 7. sæti A-riðils 5. deildarinnar með 3 stig en Léttir er í 2. sæti með 7 stig.

Fyrri greinSeyra frá Árborg nýtt til uppgræðslu
Næsta greinEldur kviknaði í kurlara